Komdu með okkur í landsliðið í lestri
Þetta er súpereinfalt og skemmtilegt átak.
Nú er EM kvenna að fara af stað og á meðan ætlum við að gera samning um að lesa heilan helling. Já, og um leið ætlum við að skrifa fullt, fullt af skemmtilegum boltasögum!
Allt um málið hér á síðunni.
Viltu komast á samning?
Nú lesum við leikinn almennilega og gerum samning við fjölskylduna okkar um að lesa fyrir hvern landsleik.
Settu þér alvöru markmið og byrjaðu að lesa.
Skilyrði: Vera hress!
Skrifum söguna
Ertu 6–14 ára og langar til útlanda? Skrifaðu söguna!
Sendu okkur þína boltasögu á gunnihelga@timitiladlesa.is fyrir 18. júlí. Þú gætir unnið ferð á útileik með landsliðinu í haust.
Dómari: Gunnar Helgason, lestrar- og boltadýrkandi
Skilyrði: Sagan þarf að innihalda bolta!